Húrra fyrir Kópavogi, vináttu sveitarfélaga og örlítil áskorun til íbúa Kópavogs!

Landssöfnunin okkar flýgur áfram og við nálgumst óðfluga 30 milljónir án nokkurs tilkostnaðar. Sífellt fleiri sveitarfélög taka áskorun okkar um að vera með í þessari vináttunnar þjóðargjöf. Kópavogur samþykkti samhljóða og glaðlega 2 milljónir í gær! Kópavogur hefur sérstök tengsl við Grænland, því þar gista sundbörnin okkar frá Grænlandi alltaf á haustin, þegar koma að læra sund og kynnast íslensku ...

Lesa »

27 milljónir án nokkurs kostnaðar: Nýir talsmenn og stefnan sett á 50 milljónir

Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Nuugaatsiaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti. ...

Lesa »

Frábær fyrri hálfleikur og nýir liðsmenn: Hjörtu Íslands og Grænlands slá í takt ♥

Á fyrstu 10 dögum landssöfnunarinnar Vinátta í verki, í þágu íbúa Nuugaatsiaq á Grænlandi, hafa safnast 26 milljónir íslenskra króna, en markið er sett á að safna alls 50 milljónum. Að söfnuninni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak — vinafélag Íslands og Grænlands og skákfélagið Hrókurinn. Þau tóku höndum saman, um leið og fréttist af hamförunum á Grænlandi, sem kostaði fjögur mannslíf ...

Lesa »

Leikskólabörn sýna vináttu í verki :)

Á morgun ætlar þessi glaði hópur að halda sölusýningu á listaverkum sínum í Öskju. Allt andvirði rennur óskipt í landssöfnuna í þágu okkar vina á Grænlandi. ♥ Við Íris Ösp frá Air Iceland Connect og Grænlandsvinur m.m. áttum góða stund með þessu unga hugsjónafólki, ég sýndi þeim myndir frá Grænlandi og þau fræddu okkur um allskonar skemmtilega og áhugaverða hluti ...

Lesa »

Flateyringar muna vináttu Grænlendinga í verki!

Björgunarsveitin Sæbjörg hefur sett af stað sérstaka söfnun í þágu Vináttu í verki og heitir á Flateyringa nær og fjær að taka þátt. ♥ ♥ ♥ — Árið 1995 efndu Grænlendingar umsvifalaust til landssöfnunar þegar flóðið ógurlega féll á Flateyri. Önfirðingar eru ekki vanir neinu drolli, eru með sérstakan söfnunarreikning björgunarsveitarinnar, og ætla að afhenda afrakskurinn í landssöfnunina okkar á ...

Lesa »

Vinátta í verki: Milljón frá Landsvirkjun!

Styrktarsjóður Landsvirkjunar var að senda mér þessi frábæru skilaboð. Nú skora ég á önnur voldug orkufyrirtæki að fylgja í kjölfarið — rétt einsog ég skora á öll stórfyrirtækin okkar að taka myndarlega þátt í þessari þjóðargjöf vináttu og kærleika. Þið hin, sem þekkið hjartagóða stjórnendur, komið þessum skilaboðum blíðlega áleiðis 🙂 Og ég heiti líka á litlu og meðalstóru fyrirtækin, ...

Lesa »

Af Facebook-síðu forseta Íslands um Vináttu í verki:

,,Í dag eru mörgum okkar efst í huga raunir grannþjóðar okkar á Grænlandi. Ég hvet alla sem tök hafa á að styrkja Grænlendinga.“ Dreifið, kæru vinir. Munum landssöfnun Grænlendinga eftir snjóflóðið ógurlega á Flateyri! Sýnum að Íslendingar eru líka vinir í raun. ♥ ♥ ♥

Lesa »

Vinátta í verki: Sendum kærleikskveðju til flóttafólksins frá Nuugaatsiaq

Vinátta í verki: Sendum kærleikskveðju til flóttafólksins frá Nuugaatsiaq og vottum fjölskyldum og vinum þeirra sem fórust innilega samúð Íslendinga ♥ ♥ ♥ Sýnum Grænlendingum að við erum vinir í raun. Sýnum kærleika. Sýnum vináttu í verki. Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200 Kennitala 450670-0499 Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur. Áfram Grænland! 🙂

Lesa »

Vinátta í verki

Landssöfnunin Vinátta í verki hófst mánudaginn 19. júní þegar fréttist af hamförum á Grænlandi. Flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Grænlendingar eru næstu nágrannar Íslendinga og mikilvægt að láta þá strax finna kærleika og vináttu frá okkur. Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn tóku höndum saman um Vináttu í verki í þágu þeirra sem verst ...

Lesa »