Sameiginlegt verkefni vikunnar: Gerum Ísland fagurrautt!

Sveitarfélögin á Íslandi eru nú, hvert af öðru, að sýna Grænlendingum vináttu í verki. Öll framlög munu nýtast fólkinu frá litla þorpinu Nuugaatsiaq á samnefndri eyju, þar sem fjórir fórust þegar ægileg flóðbylgja bar húsin á haf út. Nú liggur fyrir að íbúarnir geta ekki snúið aftur í heilt ár að minnsta kosti — kannsk aldrei. Meistari Andrés hannaði þetta ...

Lesa »

Vinátta í verki komin yfir 30 milljónir: Safnað á Flateyri, Grímsey, Árneshreppi og víðar

Landssöfnunin Vinátta í verki, vegna hamfaranna á Grænlandi gengur framar öllum vonum skipuleggjenda. Á aðeins tólf dögum hafa safnast vel yfir 30 milljónir króna, með framlögum frá þúsundum einstaklinga, fyrirtækja, klúbba og félaga. Þjóðarsamstaða hefur myndast um að Íslendingar sendi næstu nágrönnum og vinum kærleikskveðju á tímum sorgar og óvissu. Fjórir fórust og gríðarlegt eignatjón varð, þegar flóðalda gekk yfir ...

Lesa »

DR. TÓMAS TEKUR VIÐTAL VIÐ UNGT HUGSJÓNAFÓLK Í ÁRNESHREPPI

Getur einhver skutlað til mín vasaklúti? Minn gamli vinur Tomas Gudbjartsson er á ferð um Strandir, og hitti í morgun Jóhönnu Engilráð og Fróða á bryggjunni í Norðurfirði að boða fagnaðarerindi kærleikans og safna fyrir Vináttu í verki í þágu okkar góðu granna. ♥ Endilega horfið, hlustið og dreifið 🙂 ♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥ Reikningsnúmer Vináttu í verki: 0334-26-056200 Kennitala 450670-0499 Þá er hægt ...

Lesa »

Nýjar tölur úr Árnsehreppi!

Grænland á marga góða vini Íslandi, og það er sannarlega gagnkvæmt! Jóhanna Engilráð og Fróði hófu bóksölu og söfnun í þágu Vináttu í verki fyrir klukkutíma í fámennasta og afskekktasta sveitarfélagi Íslands: Fyrstu tölur frá glaðbeittum söfnunarstjórum (meðalaldur um 10 ár) voru að berast: 20 þúsund á klukkutíma! Verð að hætta núna, pabbi, það eru að koma ferðamenn, sem vilja ...

Lesa »

30 milljónir — kostnaður: 0 krónur. ♥

Kæru vinir. Tölvupóstur frá Árna í Húsasmiðjunni þar sem hann tilkynnti glaðlega um 500.000 kr. framlag þeytir Vináttu í verki yfir 30 milljón kr. múrinn 🙂 Sífellt fleiri sveitarfélög taka þátt í kærleikskeðjunni sem við ætlum að mynda um allt land. Stóru fyrirtækin sýna vitanlega samfélagslega ábyrgð í málinu, og eru að skila sér eitt af öðru. Lítil og meðalstór fyrirtæki ...

Lesa »

Sveitarfélög sýna vináttu í verki

Lesa »

Grímsey með Grænlandi ♥

Nú klökknaði þessi ört gránandi kall. Hulda Signý sagði mér að Kiwanis-klúbbur Grímseyjar legði 150.000 til Vináttu í verki. Rakleitt í þágu fórnarlambanna frá litlu eyjunni Nuugaatsiaq. Slík er samkennd eyjarskeggja í norðri. Ég átti nokkra ógleymanlega daga í Grímsey í janúar fyrir allmörgum árum, kynntist þá því dýrðarfólki sem þar býr. Um það skeið ævinnar verð ég víst að ...

Lesa »

SÖFNUN AÐ HEFJAST Í ÁRNESHREPPI ♥

Jóhanna Engilráð, Fróði & félagar ætla næstu daga að safna í þágu Vináttu í verki og senda þannig börnunum í Nuugaatsiaq og allsstaðar á Grænlandi kærleikskveðju, frá fámennasta sveitarfélagi Íslands. Þau munu m.a. hafa til sölu bókina mína, Þar sem vegurinn endar, á 3000 kr. sem renna óskiptar í söfnunina auk annarra framlaga frá sveitinni þar sem mitt hjarta slær. ...

Lesa »

TAKK, HAFNARFJÖRÐUR!

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti einum rómi að veita 1 milljón króna í Vináttu i verki 🙂 Hvert sveitarfélagið af öðru tekur þátt í þessari kærleikans kveðju til Grænlendinga. Ég skora á alla Hafnirðinga, sem geta, að leggja Vináttu í verki lið, og fylgja þannig eftir hinu rausnarlega framlagi bæjarráðs! Saman erum við sterkari. Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200 Kennitala 450670-0499 Þá er hægt ...

Lesa »

Fyrirtæki og starfsfólk taka höndum saman!

Það eru ekki bara leikskólabörnin í Öskju sem safna fyrir Vináttu í verki. Matthías hjá Hjallastefnunni var að hringja. Starfsmönnum var boðið ákveðin upphæð (t.d. 1000 kr. eða 3000 kr.) yrðu dregnar af launum og sett í Vináttu í verki. Hjallastefnan jafnar svo framlag sinna starfsmanna! 🙂 Lokatölur liggja ekki fyrir, en ljóst að þarna eru a.m.k nokkur hundruð þúsund ...

Lesa »