Krafturinn er mestur á síðustu metrunum!

Í eldgamla daga varð leikfimikennarinn að sætta sig við að besti hlauparinn í Hagaskóla var ekki ein af fótboltahetjunum og fyrirmyndardrengjunum — heldur yðar einlægur, fastagestur hjá Birni skólastjóra…

Þar naut ég góðs af því að vera langræktaður afkomandi harðsnúinna smábænda, sem og auðvitað löngum sumrum á Ströndum norður og endalausum eltingarleik við heimsins þráustu rollur.

Ég var þindarlaus og sveif um einsog vindurinn. Mínar hetjur voru Sebastian Coe og Steve Ovett, sem kepptust um heimsmetin í millivegarlengdarhlaupum 800 og 1500 m. Ég ætla að nota þetta eina tækifæri til að monta mig fyrir íþróttaafrek: Mér stóðst enginn snúning í Vesturbænum.

Galdur millivegalengdanna er að spara nóg fyrir endasprettinn. Ótal sinnum brunuðu keppinautar mínir framúr mér á fyrstu hundrað metrunum og sá enn í iljar þeirra eftir fyrsta hringinn.

En svo fór ég að tína þá upp, hvern af öðrum. Sumir beinlínis köstuðu sér útaf brautinni, aðrir skjögruðu áfram einsog roskið hross með gigt — en ég náði þeim. Ég náði þeim öllum og alltaf. (Svo byrjaði ég að reykja og Ólympíu draumurinn var úti etc.)

En lærdómurinn er þessi: Vinátta í verki er á síðustu metrunum, en við ætlum að nota síðustu metrana vel! Skorið á ykkar fyrirtæki, ykkar félag, ykkar vini — alla eftir efnum og aðstæðum! Hver einasta króna verður notuð í þágu þeirra sem verst urðu úti.

Coe & Ovett — og allir mínir vinir — tökum einn magnaðan endasprett!

Nánari upplýsingar glaðlega veittar

Talsmenn Vináttu í verki:

  • Íris Björk 845 1876
  • Karl Ottesen Faurschou: 783 1293

Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki: 763 1797

Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar: 528 4402

 

Reikningsnúmer Vináttu í verki:

  • 0334-26-056200
  • Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland — lifi vináttan!

Athugasemdir