Fagurrauður litur vináttunnar breiðist yfir Ísland:

Takk, Sandgerði, Súðavík, Tálknafjörður, Skaftárhreppur, Árborg, Rangárþing eystra, Vesturbyggð og Vestmannaeyjar ♥ sem bætast nú inn á Íslandskort vináttunnar.

Kærleikskeðja sveitarfélaganna nær senn hringinn um landið.

 

Það eru 74 sveitarfélög á Íslandi.

Sendum 74 kærleikskveðjur til flóttafólksins frá Nuugaatsiaq.

Hnippið blíðlega í ykkar sveitarstjórnarfólk, kæru vinir. Litum Ísland fagurrautt.

Gens una sumus — Við erum ein fjölskylda.

Nánari upplýsingar glaðlega veittar

Talsmenn Vináttu í verki:

  • Íris Björk 845 1876
  • Karl Ottesen Faurschou: 783 1293

Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki: 763 1797

Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar: 528 4402

 

Reikningsnúmer Vináttu í verki:

  • 0334-26-056200
  • Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland — lifi vináttan!

Athugasemdir