Húrra fyrir Ísafjarðarbæ!

Í dag bættist Ísafjarðarbær á Íslandskort vináttunnar, þegar samþykkt var 250.000 kr framlag í landssöfnunina vegna hamfaranna á Grænlandi.

Gerum nú Ísland fagurrautt í kærleikans og vináttunnar nafni. Látið mig vita ef þið vitið til að ykkar sveitarfélag hafi þegar afgreitt málið, en er ekki komið hér á kortið.

Svo er um að gera að hnippa blíðlega í sveitarstjórnarfólkið okkar, og minna á hið fornkveðna: Saman erum við sterkari.


Takk, þið öll sem sýnið vináttu í verki! ♥

Nánari upplýsingar glaðlega veittar

Talsmenn Vináttu í verki:

  • Íris Björk 845 1876
  • Karl Ottesen Faurschou: 783 1293

Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki: 763 1797

Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar: 528 4402

 

Reikningsnúmer Vináttu í verki:

  • 0334-26-056200
  • Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland — lifi vináttan!

Athugasemdir