Sameiginlegt verkefni vikunnar: Gerum Ísland fagurrautt!

Sveitarfélögin á Íslandi eru nú, hvert af öðru, að sýna Grænlendingum vináttu í verki. Öll framlög munu nýtast fólkinu frá litla þorpinu Nuugaatsiaq á samnefndri eyju, þar sem fjórir fórust þegar ægileg flóðbylgja bar húsin á haf út. Nú liggur fyrir að íbúarnir geta ekki snúið aftur í heilt ár að minnsta kosti — kannsk aldrei.

Meistari Andrés hannaði þetta kort, sem hægt er að fylgjast með á heimasíðu Vináttu í verki sem snillingurinn Tómas Veigar snaraði upp í þágu málstaðarins.

Rauðu sveitarfélögin eru búin að afgreiða málið snöfurlega. Ég heiti á vini mína og allt sveitarstjórnarfólk að mynda kærleikskeðju, hringinn um landið! ♥

Nánari upplýsingar glaðlega veittar

Talsmenn Vináttu í verki:

  • Íris Björk 845 1876
  • Karl Ottesen Faurschou: 783 1293

Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki: 763 1797

Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar: 528 4402

 

Reikningsnúmer Vináttu í verki:

  • 0334-26-056200
  • Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland — lifi vináttan!

Athugasemdir