Jóhanna Engilsráð & Fróði

SÖFNUN AÐ HEFJAST Í ÁRNESHREPPI ♥

Jóhanna Engilráð, Fróði & félagar ætla næstu daga að safna í þágu Vináttu í verki og senda þannig börnunum í Nuugaatsiaq og allsstaðar á Grænlandi kærleikskveðju, frá fámennasta sveitarfélagi Íslands. Þau munu m.a. hafa til sölu bókina mína, Þar sem vegurinn endar, á 3000 kr. sem renna óskiptar í söfnunina auk annarra framlaga frá sveitinni þar sem mitt hjarta slær.

Ég veit að mínir vinir á Flateyri eru á fullu og hlakka til að bregða mér vestur til þeirra á sunnudaginn — pata hef ég af því að Grímseyingar séu eitthvað að bralla — og ótal margt fleira skemmtilegt er að gerast útum allt land.

Það er gefandi og gott að gefa og láta gott af sér leiða.

Ég eggja vini mína lögeggjan, gamla, nýja og verðandi, um allt land að fylgja fordæmi Flateyringa og barnanna í Árneshreppi 🙂 Upphæðir eru aukaatriði — hvert einasta framlag er kærleikskveðja til vina okkar á Grænlandi.

Og hver einasta króna skilar sér til Grænlands, því landssöfnunin Vinátta í verki kostar 0 krónur.

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland ♥

Athugasemdir