Grímsey með Grænlandi ♥

Nú klökknaði þessi ört gránandi kall. Hulda Signý sagði mér að Kiwanis-klúbbur Grímseyjar legði 150.000 til Vináttu í verki. Rakleitt í þágu fórnarlambanna frá litlu eyjunni Nuugaatsiaq. Slík er samkennd eyjarskeggja í norðri.

Ég átti nokkra ógleymanlega daga í Grímsey í janúar fyrir allmörgum árum, kynntist þá því dýrðarfólki sem þar býr.
Um það skeið ævinnar verð ég víst að skrifa heila bók, tileinka Huldu og éta saltfisk glaðbeittur í hvert mál í þrjá mánuði.

Þangað til:

Reikningsnúmer Vináttu í verki:  0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland!

Athugasemdir