Iris og Kaali

Fyrirtæki og starfsfólk taka höndum saman!

Það eru ekki bara leikskólabörnin í Öskju sem safna fyrir Vináttu í verki. Matthías hjá Hjallastefnunni var að hringja. Starfsmönnum var boðið ákveðin upphæð (t.d. 1000 kr. eða 3000 kr.) yrðu dregnar af launum og sett í Vináttu í verki.

Hjallastefnan jafnar svo framlag sinna starfsmanna! 🙂 Lokatölur liggja ekki fyrir, en ljóst að þarna eru a.m.k nokkur hundruð þúsund krónur á leiðinni til Grænlands.

Frábært fordæmi: Ég hvet önnur fyrirtæki & starfsfólk til að leggja eftir efnum og ástæðum í þennan vináttunnar sjóð!

Drefið nú, elskurnar mínar, skorið á fyrirtæki og starfsmannahópa að nota föstudaginn í kærleikans þágu ♥

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland ♥

Athugasemdir