Húrra fyrir Kópavogi, vináttu sveitarfélaga og örlítil áskorun til íbúa Kópavogs!

Landssöfnunin okkar flýgur áfram og við nálgumst óðfluga 30 milljónir án nokkurs tilkostnaðar. Sífellt fleiri sveitarfélög taka áskorun okkar um að vera með í þessari vináttunnar þjóðargjöf. Kópavogur samþykkti samhljóða og glaðlega 2 milljónir í gær!

Kópavogur hefur sérstök tengsl við Grænland, því þar gista sundbörnin okkar frá Grænlandi alltaf á haustin, þegar koma að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Eitt fallegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í!

Takk, Kópavogur! Og takk, öll góðu sveitarfélög sem eru að leggja Vináttu í verki lið — við hlökkum til að þakka hverjum og einum.

Nú heiti ég á alla íbúa Kópavogs, sem geta að fylgja þessu rausnarframlagi eftir, með því að leggja Vináttu i verki lið og senda þannig kærleikskveðju til Grænlands 🙂

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

á er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland ♥

Athugasemdir