Fánar blöktu í hálfa stöng á þjóðhátíðardegi Grænlands 21. júní

Vinátta í verki: Milljón frá Landsvirkjun!

Styrktarsjóður Landsvirkjunar var að senda mér þessi frábæru skilaboð. Nú skora ég á önnur voldug orkufyrirtæki að fylgja í kjölfarið — rétt einsog ég skora á öll stórfyrirtækin okkar að taka myndarlega þátt í þessari þjóðargjöf vináttu og kærleika.

Þið hin, sem þekkið hjartagóða stjórnendur, komið þessum skilaboðum blíðlega áleiðis 🙂

Og ég heiti líka á litlu og meðalstóru fyrirtækin, og ítreka enn og aftur: Upphæðir eru aukaatriði, þó við ætlum að safna sem mestu.

Munið að Vinátta í verki er rekin án nokkurs tilkostnaðar. Hver einasta króna fer í að hjálpa íbúum Nuugaatsiaq, litla þorpsins sem hafið tók.

Ég treysti því á ykkur, kæru vinir, að beita ykkur til góðs hjá ykkur fyrirtækjum — svo megiði gjarnan segja frá landssöfnuninni á innri vefjum, Facebook-síðum, tja, hreinlega allsstaðar!

Tökum höndum saman um að senda kærleikskveðju til nágranna í sorg.

Takk, Landsvirkjun — virkjum nú alla þjóðina í kærleikans og vináttunnar þágu!

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland! 🙂

Athugasemdir