Leikskólabörn í Öskju ásamt Írisi Ösp. Börnin halda í dag sölusýningu á verkum í þágu Vináttu í verki.

Leikskólabörn sýna vináttu í verki :)

Á morgun ætlar þessi glaði hópur að halda sölusýningu á listaverkum sínum í Öskju. Allt andvirði rennur óskipt í landssöfnuna í þágu okkar vina á Grænlandi. ♥

Við Íris Ösp frá Air Iceland Connect og Grænlandsvinur m.m. áttum góða stund með þessu unga hugsjónafólki, ég sýndi þeim myndir frá Grænlandi og þau fræddu okkur um allskonar skemmtilega og áhugaverða hluti í leiðinni.

Hér er brot úr samræðum:

Ég: Hvað gerið þið, ef þið sjáið að vinur eða vinkona meiðir sig?

Þau, í kór: Förum og hjálpum!

Ég: Hvenær?

Þau: Strax!

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland ♥

Athugasemdir