Flateyringar muna vináttu Grænlendinga í verki!

Björgunarsveitin Sæbjörg hefur sett af stað sérstaka söfnun í þágu Vináttu í verki og heitir á Flateyringa nær og fjær að taka þátt. ♥ ♥ ♥

— Árið 1995 efndu Grænlendingar umsvifalaust til landssöfnunar þegar flóðið ógurlega féll á Flateyri.

Önfirðingar eru ekki vanir neinu drolli, eru með sérstakan söfnunarreikning björgunarsveitarinnar, og ætla að afhenda afrakskurinn í landssöfnunina okkar á sunnudaginn klukkan 15 🙂

Áfram Flateyri — áfram Nuugaatsiaq

Reikningsnúmer landssöfnunarinnar: 0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland

Athugasemdir