Leikskólabörn í Öskju ásamt Írisi Ösp. Börnin halda í dag sölusýningu á verkum í þágu Vináttu í verki.

27 milljónir án nokkurs kostnaðar: Nýir talsmenn og stefnan sett á 50 milljónir

Alls hafa safnast um 27 milljónir króna í landssöfnuninni Vinátta í verki, i þágu fórnarlamba náttúruhamfaranna á Grænlandi aðfararnótt 18. júní, þegar flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Nuugaatsiaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón. Enginn tilkostnaður er við söfnunina, sem Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn hófu í sameiningu, heldur mun hver króna skila sér til þeirra sem verst urðu úti.

Í dag var tilkynnt um 2ja milljón króna framlag frá Kópavogsbæ, en samstöðu er leitað meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að sýna vináttu í verki, og þakka þannig Grænlendingum, sem efndu umsvifalaust til landssöfnunar þegar snjóflóðið ógurlega féll á Flateyri 1995. Í morgun hófst söfnun meðal Flateyringa, að undirlagi björgunarsveitarinnar Sæbjargar, sem skorar á Flateyringa um allan heim að sýna samstöðu og þakklæti í verki. Afrakstur söfnunarinnar verður afhentur á Flateyri á sunnudaginn kl. 15 til landssöfnunarinnar.

Íris og Kaali og kátir og örlátir krakkar í Öskju sýna Vináttu í verki.

Kaali og Íris — talsmenn Vináttu í verki.

Leikskólabörn í Öskju í Reykjavík efndu í dag til sölusýningar á verkum sinum og rennur andvirði óskipt til Vináttu í verki. Við sama tækifæri voru kynntir tveir nýir talsmenn landssöfnunarinnar Vinátta í verki: Parið Íris Björk Heiðrúnardóttir og Karl Ottesen Faurschou. Hún er 23 frá Ísafirði, hann 27 ára frá Qaqortoq, þau starfa bæði í ferðaþjónustunni (Air Iceland og Ísl. fjallaleiðsögumenn) og er beinlínis framtíð Íslands og Grænlands holdi klædd.

Við þetta tækifæri mun Hrafn Jökulsson hverfa úr hlutverki talsmanns og einbeita sér að skipulagningu og fjármögnun.

Á föstudag opnar heimasíðua Vináttu í verki, en hingað til hefur söfnuninni einkum verið stýrt af Fb-síðu Hrafns Jökulssonar, sem í dag birti eftirfarandi yfirlýsingu á síðu sinni um Vináttu í verki og hvað framundan er:

Frábær fyrri hálfleikur og nýir liðsmenn: Hjörtu Íslands og Grænlands slá í takt ♥

Athugasemdir