Vinátta í verki

Landssöfnunin Vinátta í verki hófst mánudaginn 19. júní þegar fréttist af hamförum á Grænlandi. Flóðbylgja gekk yfir smáþorpið Naarsuuriaq, og kostaði fjögur mannslíf og gríðarlegt eignatjón.

Grænlendingar eru næstu nágrannar Íslendinga og mikilvægt að láta þá strax finna kærleika og vináttu frá okkur. Hjálparstarf kirkjunnar, Kalak og Hrókurinn tóku höndum saman um Vináttu í verki í þágu þeirra sem verst urðu úti í Nuugaatsiaq.

Lagt var upp að kosta engu til í auglýsingar eða nokkuð annað, heldur að hver einasta króna skili sér til Grænlands. Fjölmargir lögðust á árar strax í upphafi, og ljóst að Íslendingar fundu sárt til með Grænlendingum á tímum sorgar og óvissu.

Þúsundir einstaklinga lögðu Vináttu í verki strax í byrjun og sló öll fyrri met Hjálparstarfs kirkjunnar, sem við framlögum á söfnunarreikning og heldur úti styrktarsíma söfnunarinnar.

Íris og Kalli.

Hafin er vakning meðal allra sveitarfélaga á Íslandi um að taka þátt í söfnuninni, og minnast þess þannig þegar Grænlendingar efndu til landssöfnunar eftir snjóflóðið ógurlega á Flateyri 1995.

Leitað er til íslenskra fyrirtækja um að taka myndarlegan þátt í þessari gjöf og hafa mörg brugðist myndarlega við kallinu.

Viðbrögð Íslendinga og Færeyinga við hamförunum um næstliðna helgi hafa verið eins og ljósgeisli gegnum myrkrið sem lagðist yfir Grænland. Þeir finna nú betur en nokkru sinni að í Íslendingum eiga þeir trausta og góða nágranna og vini.

Við hvetjum alla Íslendinga, sem geta, að leggja þessu þjóðarátaki vináttunnar og kærleikans lið.

Vinátta í verki

Talsmenn Vináttu í verki

Nánari upplýsingar:

  • Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki sími 763 1797 netfang hrafnjokuls@hotmail.com
  • Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, sími 528 4402 netfang bjarni@help.is

Reikningsnúmer Vináttu í verki: 0334-26-056200
Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland ♥

Athugasemdir