Lokasóknin framundan!

Nú er nákvæmlega mánuður síðan við Heiðbjört Ingvarsdóttir hittum þann góða mann Bjarna Gíslason, framkvæmdastjóra Hjálparstarfs kirkjunnar, og ákváðum á þeim kortersfundi að efna til landssöfnunar vegna hamfaranna á Grænlandi. Þarna fæddist vinátta í verki. Við höfðum — eðlilega — engan tíma til undirbúnings, en markmiðið var skýrt: Að senda vinum okkar og nágrönnum á Grænlandi skýr skilaboð um stuðning ...

Lesa »

Húrra fyrir Kaldrananeshreppi, Strandabyggð, Dalabyggð og Húnavatnshreppi

…sem bætast nú við kærleikskeðjuna okkar! — Vestfirðir orðnir alrauðir. Norðurland eystra, Suðurland og Suðurnes öll að verða fagurrauð! 🙂 Hnippið blíðlega í ykkar fólk, sem enn er á gráu svæði! ♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥ Nánari upplýsingar glaðlega veittar Talsmenn Vináttu í verki: Íris Björk 845 1876 Karl Ottesen Faurschou: 783 1293 Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki: 763 1797 Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs ...

Lesa »

Velkomin um borð, Rangárþing ytra, Breiðdalshreppur og Bolungarvík

Kærleikskeðja sveitarfélaganna teygir sig nú hringinn um landið. Já, svo er víst bæjarráð Garðabæjar að funda, og fullt að gerast í þeim fáu sveitarfélögum sem enn eru á gráu svæði 😉 ♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥ Nánari upplýsingar glaðlega veittar Talsmenn Vináttu í verki: Íris Björk 845 1876 Karl Ottesen Faurschou: 783 1293 Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki: 763 1797 Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri ...

Lesa »

Velkomin í kærleikskeðju sveitarfélaganna

Flóahreppur, Langanesbyggð og Skútustaðahreppur! Litum allt Ísland rautt 🙂 Nú stendur yfir síðasta vikan í landssöfnun okkar vegna hamfaranna á Grænlandi. Við höfum safnað um 40 milljónum, án krónu í tilkostnað. Nú er verkefnið að gera Ísland allt fagurrautt, í kærleikans og vináttunnar nafni! ♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥ Nánari upplýsingar glaðlega veittar Talsmenn Vináttu í verki: Íris Björk 845 1876 Karl Ottesen Faurschou: ...

Lesa »

Húrra fyrir Hallgrímssókn!

Hallgrímssókn hefur nú lagt 1 milljón króna í landssöfnunina í þágu þeirra sem verst urðu úti í hamförunum á Grænlandi ♥ Þar með held ég að við höfum náð að vippa okkur yfr langþráð 40 milljón króna markið, án krónu í tilkostnað! ♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥ Nánari upplýsingar glaðlega veittar Talsmenn Vináttu í verki: Íris Björk 845 1876 Karl Ottesen Faurschou: 783 1293 ...

Lesa »

Ísland sveipað rauðum kærleikans kufli

Takk, Akranes, Snæfellsbær, Ásahreppur, Dalvík, Norðurþing og Þingeyjarsveit ♥ sem bætast nú inn á Íslandskort vináttunnar! Það eru 74 sveitarfélög á Íslandi. Sendum 74 kærleikskveðjur til flóttafólksins frá Nuugaatsiaq. Hnippið blíðlega í ykkar sveitarstjórnarfólk, kæru vinir. Gens una sumus — Við erum ein fjölskylda. ♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥ Nánari upplýsingar glaðlega veittar Talsmenn Vináttu í verki: Íris Björk 845 1876 Karl Ottesen Faurschou: ...

Lesa »

Fagurrauður litur vináttunnar breiðist yfir Ísland:

Takk, Sandgerði, Súðavík, Tálknafjörður, Skaftárhreppur, Árborg, Rangárþing eystra, Vesturbyggð og Vestmannaeyjar ♥ sem bætast nú inn á Íslandskort vináttunnar. Kærleikskeðja sveitarfélaganna nær senn hringinn um landið.   Það eru 74 sveitarfélög á Íslandi. Sendum 74 kærleikskveðjur til flóttafólksins frá Nuugaatsiaq. Hnippið blíðlega í ykkar sveitarstjórnarfólk, kæru vinir. Litum Ísland fagurrautt. Gens una sumus — Við erum ein fjölskylda. ♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥♥ Nánari ...

Lesa »

Verndarenglarnir komnir til Grænlands.

Um daginn sagði ég dálitla sögu af grænlenskri móður með tvö ung börn, sem var strandaglópur í Keflavík, af því hvorki kortið hennar né blessað kerfið virkuðu. Allt fór það vel og giftusamlega, eins og lesa má hér: https://www.facebook.com/hrafn.jokulsson/posts/1352022621572135 Nú hefur Sermitsiaq, stærsta blað Grænlands, birt þessa frásögn, bæði á dönsku og grænlensku. Hér er danska útgáfan. Gens una sumus ...

Lesa »

Húrra fyrir Ísafjarðarbæ!

Í dag bættist Ísafjarðarbær á Íslandskort vináttunnar, þegar samþykkt var 250.000 kr framlag í landssöfnunina vegna hamfaranna á Grænlandi. Gerum nú Ísland fagurrautt í kærleikans og vináttunnar nafni. Látið mig vita ef þið vitið til að ykkar sveitarfélag hafi þegar afgreitt málið, en er ekki komið hér á kortið. Svo er um að gera að hnippa blíðlega í sveitarstjórnarfólkið okkar, ...

Lesa »

Persónulegar eigur íbúa sóttar til yfirgefnu þorpanna á Grænlandi

Enn ríkir algert óvissuástand í Uummannaq-firði á Grænlandi og mikil hætta er talin á frekari skriðuföllum og flóðbylgjum. Íbúar í Nuugaatsiaq, þar sem fjórir fórust þegar flóðalda sópaði með sér ellefu húsum, fá ekki að snúa heim næsta árið að minnsta kosti. Sama gildir um íbúa í Ilorsuit, öðru smáþorpi í grenndinni. Falli önnur skriða hefðu íbúar í Nuugaatsiaq aðeins ...

Lesa »